PVC Gluggar
Gluggakerfi í PVC og áli
Héðinshurðir bjóða upp á vandaðar gluggalausnir í bæði PVC og áli – sérsniðnar íslenskum aðstæðum. Við sjáum um allt ferlið, frá ráðgjöf til uppsetningar og tryggjum faglega þjónustu. Að auki bjóðum við reglubundna þjónustu og viðhald á gluggunum til að tryggja langan líftíma og hámarks gæði. Hvort sem þú ert að byggja nýtt eða endurnýja, þá færðu hjá Héðinshurðum glugga sem sameina gæði og endingu.
Gæði
Hjá okkur færðu PVC glugga sem sameina nútímalega hönnun, frábæra einangrun og langan líftíma.
Ending
PVC efnið þolir íslenskt veðurfar einstaklega vel og krefst lítils viðhalds.
Orkunýting
Gluggarnir eru með 3 földu gleri til að tryggja sem mesta orkunýtingu.
Álgluggakerfi frá SchUco - Fyrir fagmenn í byggingariðnaði
varmaeinangrun
Héðinshurðir bjóða upp á Schüco álgluggakerfi sem uppfylla ströngustu kröfur byggingaraðila um gæði, ending og hönnun. Schüco línan býður upp á fjölbreyttar lausnir með framúrskarandi varmaeinangrun og sveigjanleika í útfærslu – hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurbætur.
Ráðgjöf
Við sérhæfum okkur í ráðgjöf og uppsetningu á kerfum eins og AWS 75.SI+ og AWS 90.SI+, sem eru hönnuð fyrir hámarks orkunýtingu og nútímalega arkitektúr. Þessi kerfi bjóða upp á:
Uppsetning
Við vinnum náið með verktökum og arkitektum til að tryggja að hver lausn sé sérsniðin að verkefninu – með Schüco kerfi sem grunn.
Fagleg uppsetning glugga – frá hugmynd til verkloka


Við sérhæfum okkur í uppsetningu gluggakerfa fyrir fjölbreytt verkefni – hvort sem um er að ræða PVC eða ál gluggakerfi. Uppsetningin er framkvæmd af reyndu teymi og öll skref vandlega kortlögð í gæðakerfi okkar. Við tryggjum vandaðan frágang og öryggi í hverju skrefi – allt samkvæmt íslenskum byggingastöðli og CE-vottun.
Viðhald eftir uppsetningu er lykilatriði til að tryggja endingu og virkni glugganna. Við bjóðum upp á reglubundið eftirlit, þéttingar, stillingar og ráðgjöf um umhirðu – allt til að hámarka líftíma og orkunýtingu kerfanna.











Tæknilegar upplýsingar
Brautir og tilheyrandi festingar eru úr galvanhúðuðu stáli og gerðar fyrir mikið álag. Einnig er hægt að fá brautir og festingar úr ryðfríu stáli. Hjólin sem stýra hurðaflekunum eftir brautunum eru með kúlulegum til að hurðin renni létt og hljóðlega.
Fjölbreyttur búnaður býðst til að opna og loka. Þar á meðal má nefna fjarstýringu, veggfasta hurðarofa (upp, niður og stopp), fótósellur sem opna hurð þegar geislinn er rofinn, sjálfvirka lokun eftir ákveðinn tíma, hreyfiskynjara osfrv. Drifbúnaður getur verið handstýring með léttiátaki frá gormum (með eða án keðju) eða rafmótor.
Endalamir eru stillanlegar til að tryggja góða þéttingu milli brautar og hurðar. Sterkur gúmmílisti undir hurð lokar fyrir veðri og vindum á þrjá vegu. Góð hönnun brautakerfis kemur í veg fyrir skrölt.
Plastþéttingar með gúmmíflipum milli stafs og hurðar tryggja afar góða vörn gegn veðri og vindum. Að neðan er sterkur gúmmílisti sem lokar fyrir vatni og vindum á þrjá vegu, þ.e. niður, út og inn. Milli hurðafleka er þéttilisti.
Pólýúreþankjarninn er 40 mm þykkur, samsettur úr mörgum samþjöppuðum lögum, til að tryggja styrk og hátt einangrunargildi. Hljóðdempun nemur 26 dB.