Bílskúrshurðir

Bílskúrs-hurðir

Bílskúrshurðir Héðinshurða henta fjölbreyttri húsagerð. Velja má um mismunandi áferðir á hurðaflekum til að hurðin falli sem best að viðkomandi húsagerð. Til viðbótar við ljósan grunnlit er hægt að fá bílskúrshurðir sérlitaðar. Drifbúnaði og gormum er komið fyrir þar sem best hentar til að fullnýta hæð dyraopsins. Hámarkshæð fyrir bílskúrshurðir er 3250mm og hámarksbreidd 6000mm, sé hurðin stærri er hægt að velja iðnaðarkerfin sem hafa nánast engin takmörk

Standast íslenska veðrið

Bílskúrshurðir okkar hafa sýnt sig og sannað við íslenskar aðstæður, þar sem rignir lárétt, blæs úr öllum áttum og  veðrið sveiflast mörgum sinnum á dag. Sterkir og vel einangraðir hurðaflekar, öruggar festingar, þéttingar og brautarkerfi sjá um að mæta náttúruöflunum.

 

Gott einangrunargildi

Hurðaflekarnir í hurðunum okkar eru með 40 mm þykkum polýúreþan kjarna, sem gerður er úr mörgum samþjöppuðum lögum. Þessi gerð af einangrun tryggir mikla fyllingu og þar með mjög gott einangrunargildi K=0.55 W/m2°C. Hljóðdempun nemur 26 dB.

 

Vönduð framleiðsla

Grunneiningarnar í bílskúrshurðum eru frá ConDoor, einum þekktasta og öflugasta framleiðanda hurðabúnaðar í Evrópu. Héðins hurðir annast samsetningu, frágang og útfærslu eininganna, varahlutalager og alla þjónustu.

 

Áferð og litir

Ytra byrði og litir

Á ytra byrði hurðanna eru 0,55 mm galvanhúðaðar stálplötur. Sérstök húð er borin á þá hlið plötunnar sem snýr að polýúreþan kjarnanum til að tryggja hámarksviðloðun. Bæði innri og ytri plata eru með tvöfaldri innbrenndri akrýlhúð. Staðallitur að utan og innan er hvítur RAL 9002. Hægt er gegn aukagjaldi að fá sérlitun í hvaða lit sem er úr RAL litakerfinu.
Previous slide
Next slide

Áferð

Val er um fjölda áferða á bílskúrshurðir. Hvíti liturinn er RAL 9016. Áferðir flokkast þannig að Woodgrain er hvítur hurðarfleki með viðarrrákum, Satin er slétt, Stucco er yrjótt og Wood er viðarlitur með viðarrrákum. Plancha er panell, Plano er heill hurðarfleki, Cassetta er panell, Ligna er tvískiptur hurðarfleki í miðju og Stylo er hurðarfleki tvískiptur að ofanverðu. Hurðarflekarnir Antra, Granite, Quartz og Umbra hafa yrjótta áferð. Hægt er að fá bílskúrshurðir sérlitaðar í hvaða lit sem er í RAL litakerfinu gegn aukagjaldi.

Gluggar

Gluggar gefa fjölbreytta möguleika. Auk þess að hafa hurðina án glugga er hægt að velja úr 3 tegundum af gluggum.

Ávalir gluggar 61×33 cm hver gluggi, svartur kantur.

Kantaðir gluggar 68×37 cm hver gluggi, svartur eða hvítur gúmmíkantur.

Heil gluggaeining í hurð, sama hæð og aðrar hurðaeiningar.

Tæknilegar upplýsingar

Brautir og tilheyrandi festingar eru úr galvanhúðuðu stáli og gerðar fyrir mikið álag. Hjólin sem stýra hurðaflekunum eftir brautunum eru með kúlulegum til að hurðin renni létt og hljóðlega.

Til að opna og loka er hægt að velja um fjarstýringu fyrir mótor, hurðarofa á vegg fyrir mótor eða handstýringu með léttiátaki frá gormum.
Endalamir eru stillanlegar til að tryggja góða þéttingu milli brautar og hurðar. Sterkur gúmmílisti undir hurð lokar fyrir veðri og vindum á þrjá vegu. Góð hönnun brautakerfis kemur í veg fyrir skrölt.
Plastþéttingar með gúmmíflipum milli stafs og hurðar tryggja afar góða vörn gegn veðri og vindum. Að neðan er sterkur gúmmílisti sem lokar fyrir vatni og vindum á þrjá vegu, þ.e. niður, út og inn. Milli hurðafleka er þéttilisti. Pólýúreþankjarninn er 40 mm þykkur, samsettur úr mörgum samþjöppuðum lögum, til að tryggja styrk og hátt einangrunargildi. Hljóðdempun nemur 26 dB.

Uppsetning og þjónusta

Með öllum bílskúrshurðum fylgja ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu fyrir þá sem vilja annast það sjálfir Leiðbeiningarnar eru með svipuðu formi og IKEA leiðbeiningar og má nálgast þær hér fyrir neðan til að skoða eða prenta út. Einnig er hægt að skoða vídeóleiðningar.

Héðins hurðir annast uppsetningu hurðanna fyrir þá viðskiptavini sem óska þess. Héðins hurðir veita alla þjónustu sem þarf til að tryggja snurðulausa notkun hurðanna og varahlutir eru ávallt til á lager.

Þjónustusamningur
Þjónustusamningur við Héðins hurðir tryggir áhyggjulausa notkun bílskúrshurðanna og aukna endingu þeirra. Í þjónustusamningi er innifalið að yfirfara og stilla hurðirnar reglulega, til að tryggja rekstraröryggi. Þjónustusamningur felur einnig í sér forgang á viðgerðarvinnu.

LEIÐBEININGAR

G100

G200

TS100