ÞJÓNUSTA

Gerum tilboð í hurðir – hægt er að fá verð beint af heimasíðu okkar en í flóknari verkefnum mælum við með að viðskiptavinir hafi samband við okkur með tölvupósti eða síma til þess að fá tilboð og ráðgjöf í verkið.
Veitum ráðgjöf varðandi áferð og liti, gluggaval, drifbúnað, opnunarbúnað, öryggisbúnað, ákeyrslubúnað og annað sem tilheyrir viðkomandi aðstæðum.

Iðnaðarhurðir: Til að tryggja réttan frágang og áhyggjulausa notkun annast Héðins hurðir uppsetningu á iðnaðarhurðum og tilheyrandi búnaði.

Bílskúrshurðir: Ef viðskiptavinir óska þess sjá Héðins hurðir um uppsetningu bílskúrshurða.

Þegar við sjáum um uppsetninguna fjarlægjum við gömlu hurðina og förgum, mætum á staðinn með lyftu sé þörf á því og göngum fagmannlega frá öllum öryggisatriðum svo hurðin verði nothæf næstu árin án vandræða.

Fyrir þá sem vilja sjá sjálfir um uppsetninguna er hægt að nálgast ítarlegar leiðbeiningar hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að skoða eða prenta út leiðbeiningar G100/R60 (PDF skjal).
Smelltu hér til að skoða vídeó af uppsetningu samkvæmt G100/R60

Smelltu hér til að skoða eða prenta út leiðbeiningar G200 (PDF skjal).
Smelltu hér til að skoða vídeóleiðbeiningar um uppsetningu G200

Sífellt algengara er að húsfélög og fyrirtæki séu með þjónustusamning við okkur, það þýðir að við mætum reglulega á staðinn til þess að viðhalda hurðunum hjá viðkomandi og sjá til þess að þær séu starfhæfar allan sólahringinn, allt árið um kring. Við mælum sérstaklega með þjónustusamningum í húsnæðum þar sem hurðir mega alls ekki stoppa.

Endilega hafið samband við sölumenn okkar til að fá frekari upplýsingar varðandi þjónustusamninga.

Í viðhaldsþjónustu felst m.a. að vinda upp léttigorma í samræmi við notkun og skipta um legur og víra sem eru farin að slitna.
Viðgerðarþjónustan snýr að öllum búnaði hurðanna. Varahlutir eru ávallt til á lager, þar á meðal hurðaflekar í standard lit 9002.
Neyðar símanúmer vegna bilana: 660 2142