Champion Door
Uppfellanlegar hurðir
Við erum stoltur umboðsaðili hurða frá Champion doors sem er framleiðandi áreiðanlegustu fellihurða sem völ er á. Hurðirnar eru lóðrétt lyftandi uppfellanlegar hurðir fyrir mjög stór ljósop án takmarkana. Hurðirnar eru til dæmis fyrir flugskýli, iðnaðarhús, bryggju- og skipasmíðahúsnæði.
Standast íslenska veðrið
Champion door er með 30 ára reynslu og hurðirnar eru hannaðar fyrir erfiðustu aðstæður, en þær þola
mikið vindálag og hægt að hafa möguleika á hita- og hljóðeinangrun. Með því er hægt að koma í veg fyrir
að hurðirnar frjósi og tryggir áreiðanlega notkun. Hurðirnar eru gerðar fyrir alla vindflokka.
Vönduð framleiðsla
Hurðirnar eru framleiddar í mismunandi rammaþykktum eftir hurðastærð. Hurðarbúnaðurinn tekur ekki
pláss á hliðum eða inn í byggingunni þar sem hurðin fellur beint upp. Hægt er að velja mismunandi stjórnunargerð grunnstýringin er þriggja hnappastýring. Héðinshurðir eru umboðsaðilar og annast
uppsetningu, viðhaldsþjónustu og varahlutalager.
Alhliða þjónusta
Við þjónustum viðskiptavini okkar frá hönnunarstigi til viðhaldsþjónustu. Við gerum nákvæma styrkleikaútreikninga og sérsniðnar áætlanir á hverri hurð fyrir sig.
Kynningamyndband
Myndbönd
David Laurell
Managing director Vondoor group AB sweden
Philippe Capezzone
Helicopter pilot at Courchevel Airport
Sandro Carusi
Business development & project manager
Uppsetning
Einföld uppsetning
Tæknilegar upplýsingar
Brautir og tilheyrandi festingar eru úr galvanhúðuðu stáli og gerðar fyrir mikið álag. Einnig er hægt að fá brautir og festingar úr ryðfríu stáli. Hjólin sem stýra hurðaflekunum eftir brautunum eru með kúlulegum til að hurðin renni létt og hljóðlega.
Fjölbreyttur búnaður býðst til að opna og loka. Þar á meðal má nefna fjarstýringu, veggfasta hurðarofa (upp, niður og stopp), fótósellur sem opna hurð þegar geislinn er rofinn, sjálfvirka lokun eftir ákveðinn tíma, hreyfiskynjara osfrv. Drifbúnaður getur verið handstýring með léttiátaki frá gormum (með eða án keðju) eða rafmótor.
Endalamir eru stillanlegar til að tryggja góða þéttingu milli brautar og hurðar. Sterkur gúmmílisti undir hurð lokar fyrir veðri og vindum á þrjá vegu. Góð hönnun brautakerfis kemur í veg fyrir skrölt.
Plastþéttingar með gúmmíflipum milli stafs og hurðar tryggja afar góða vörn gegn veðri og vindum. Að neðan er sterkur gúmmílisti sem lokar fyrir vatni og vindum á þrjá vegu, þ.e. niður, út og inn. Milli hurðafleka er þéttilisti.
Pólýúreþankjarninn er 40 mm þykkur, samsettur úr mörgum samþjöppuðum lögum, til að tryggja styrk og hátt einangrunargildi. Hljóðdempun nemur 26 dB.