IÐNAÐARHURÐIR
Iðnaðarhurðir Héðins hurða henta fyrir allar gerðir og stærðir af húsnæði. Drifbúnaði og gormum er komið fyrir þar sem best hentar hverju sinni. Engar takmarkanir eru á hæð dyraops, en hámarks breidd án sérstakrar styrkingar er 8 metrar. Hurðirnar renna á braut sem fer upp fyrir efstu brún dyraopsins og tryggir þannig að hæð þess nýtist að fullu.
Standast íslenska veðrið
Gott einangrunargildi
Vönduð framleiðsla
Áferð og litir
Á ytra byrði hurðanna eru 0,55 mm galvanhúðaðar stálplötur. Sérstök húð er borin á þá hlið plötunnar sem snýr að polýúreþan kjarnanum til að tryggja hámarksviðloðun. Bæði innri og ytri plata eru með tvöfaldri innbrenndri akrýlhúð. Staðallitur að innan er hvítur RAL 9002 og fyrir ytra byrði er val um 20 standard liti úr RAL litakerfinu. Jafnframt er hægt að sérpanta hvaða lit sem er úr RAL litakerfinu, bæði að innan og utan.
DÆMI UM ÁFERÐ
YFIRLIT LITA
Gluggar
Gluggar gefa fjölbreytta möguleika. Auk þess að hafa hurðina án glugga er hægt að velja úr 3 tegundum af gluggum.
Ávalir gluggar 61×33 cm hver gluggi, svartur kantur.
Kantaðir gluggar 68×37 cm hver gluggi, svartur kantur.
Heil gluggaeining í hurð, sama hæð og aðrar gluggaeiningar.
Tæknilegar upplýsingar
Brautir og tilheyrandi festingar eru úr galvanhúðuðu stáli og gerðar fyrir mikið álag. Einnig er hægt að fá brautir og festingar úr ryðfríu stáli. Hjólin sem stýra hurðaflekunum eftir brautunum eru með kúlulegum til að hurðin renni létt og hljóðlega.
Fjölbreyttur búnaður býðst til að opna og loka. Þar á meðal má nefna fjarstýringu, veggfasta hurðarofa (upp, niður og stopp), fótósellur sem opna hurð þegar geislinn er rofinn, sjálfvirka lokun eftir ákveðinn tíma, hreyfiskynjara osfrv. Drifbúnaður getur verið handstýring með léttiátaki frá gormum (með eða án keðju) eða rafmótor.
Endalamir eru stillanlegar til að tryggja góða þéttingu milli brautar og hurðar. Sterkur gúmmílisti undir hurð lokar fyrir veðri og vindum á þrjá vegu. Góð hönnun brautakerfis kemur í veg fyrir skrölt.
Plastþéttingar með gúmmíflipum milli stafs og hurðar tryggja afar góða vörn gegn veðri og vindum. Að neðan er sterkur gúmmílisti sem lokar fyrir vatni og vindum á þrjá vegu, þ.e. niður, út og inn. Milli hurðafleka er þéttilisti.
Pólýúreþankjarninn er 40 mm þykkur, samsettur úr mörgum samþjöppuðum lögum, til að tryggja styrk og hátt einangrunargildi. Hljóðdempun nemur 26 dB.
Uppsetning og þjónusta
Starfsmenn Héðins hurða sjá alfarið um uppsetningu iðnaðarhurðanna fyrir viðskiptavini. Þetta eru þrautreyndir fagmenn sem hafa sett upp þúsundir iðnaðarhurða við afar fjölbreyttar aðstæður um allt land.
Héðins hurðir veita alla þjónustu sem þarf til að tryggja snurðulausa notkun hurðanna þegar mikið liggur við. Varahlutir eru ávallt til á lager.
Þjónustusamningur
Þjónustusamningur við Héðins hurðir tryggir áhyggjulausa notkun iðnaðarhurðanna og aukna endingu þeirra. Í þjónustusamningi er innifalið að yfirfara og stilla hurðirnar reglulega, til að tryggja rekstraröryggi. Þjónustusamningur felur einnig í sér forgang á viðgerðarvinnu.